STF logo
ísafjörður

Stjórnendafélag Vestfjarða

Ánægt félagsfólk

Stjórnendafélag Vestfjarða er stéttarfélag fyrir þá sem eru í stjórnarstöðum í fyrirtækjum og einyrkja í sjálstæðri atvinnustarfsemi á Vestfjörðum

Um félagið

Stjórnendafélag Vestfjarða er stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmunni fólks í stjórnendastöðu og einyrkja sem starfa sjálfstætt á Vestfjörðum. Markmið er að tryggja sanngjörn réttindi og velferð félagsmanna, og skapa sterkt samfélag stjórnenda á Vestfjörðum. Með því að sameina krafta félagsmanna getum við miðlað þekkingu, deilt reynslu og stutt við þróun atvinnulífsins á svæðinu. Við leggjum áherslu á að tryggja að félagsmenn fái fullnægjandi réttindi og þjónustu, hvort sem það er varðandi laun, vinnuumhverfi eða faglegan stuðning.

Stjórnendafélag Vestfjarða er kjölfestan í stuðningskerfi fyrir þá sem vilja efla stjórnunarhæfni sína, vera í takt við nýjustu strauma í atvinnulífinu og þróa sig áfram í sjálfstæðum rekstri. Við erum stolt af okkar hlutverki að vera málsvari stjórnenda og einyrkja á Vestfjörðum og vinnum stöðugt að því að bæta starfsumhverfi okkar félagsmanna.

Fjöldi orlofshúsa

Manns icon

Launavernd

Manns icon

Menntastyrkir

Manns icon

Heilsutengdir styrkir

Manns icon

Sjúkrasjóður