Stjórnendafélag Vestfjarða
Ánægt félagsfólk
Stjórnendafélag Vestfjarða er stéttarfélag fyrir þá sem eru í stjórnarstöðum í fyrirtækjum og einyrkja í sjálstæðri atvinnustarfsemi á Vestfjörðum
Orlofshús
Stjórnendafélag Vestfjarða á 10 orlofshús ásamt 23 húsum STF sem meðlimir hafa aðgang að.
Lesa nánar
Styrkir
Hér eru upplýsingar um alla okkar styrki sem félagsmenn geta sótt um.
Lesa nánar
Sjúkrasjóður
Sjúkrasjóður okkar er gríðarsterkur og vel rekinn. Hér eru frekari upplýsingar um sjúkrasjóðinn.
Lesa nánar
Starfsmenntun
Félagsmenn eiga rétt á menntastyrkjum úr menntasjóði fyrir starfstengdu námi. Hér eru frekari upplýsingar um starfsmenntasjóð.
Lesa nánar
Um félagið
Stjórnendafélag Vestfjarða er stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmunni fólks í stjórnendastöðu og einyrkja sem starfa sjálfstætt á Vestfjörðum. Markmið er að tryggja sanngjörn réttindi og velferð félagsmanna, og skapa sterkt samfélag stjórnenda á Vestfjörðum. Með því að sameina krafta félagsmanna getum við miðlað þekkingu, deilt reynslu og stutt við þróun atvinnulífsins á svæðinu. Við leggjum áherslu á að tryggja að félagsmenn fái fullnægjandi réttindi og þjónustu, hvort sem það er varðandi laun, vinnuumhverfi eða faglegan stuðning.
Stjórnendafélag Vestfjarða er kjölfestan í stuðningskerfi fyrir þá sem vilja efla stjórnunarhæfni sína, vera í takt við nýjustu strauma í atvinnulífinu og þróa sig áfram í sjálfstæðum rekstri. Við erum stolt af okkar hlutverki að vera málsvari stjórnenda og einyrkja á Vestfjörðum og vinnum stöðugt að því að bæta starfsumhverfi okkar félagsmanna.
Fjöldi orlofshúsa
Stjórnendafélag Vestfjarða á 1 bústað og eina íbúð í Kópavogi en félagsmenn hafa einnig aðgang að öllum 29 orlofskostum STF. Þau eru í útleigu allan ársins hring. Húsin henta vel til að slappa af eða til að fara í skíðaferð yfir veturinn og eru af öllum stærðum og gerðum.
Launavernd
Félagsmenn okkar fá launavernd þegar þeir byrja að greiða til okkar. Það þýðir að verði félagsmaður fyrir vinnutapi tengdu sjúkdóma eða slyss á hann rétt á dagpeningagreiðslum úr sjúkrasjóði sem nemur 80% af meðaltalslaunum síðustu 12 mánaða (greiðum allt að 9 mánuði).
Menntastyrkir
Félagsmenn eiga rétt á menntastyrkjum úr menntasjóði fyrir starfstengdu námi. Fyrirtæki geta einnig fengið niðurgreiðslu á námi tengdu starfi viðkomandi starfsmanns sem er greiðandi félagi hjá STF.
Heilsutengdir styrkir
Í boði eru ýmiskonar styrkir tengdir heilsu eins og tómstundastyrkir*, kírópraktor, nuddi, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupum, fæðingastyrkir og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.
Sjúkrasjóður
Sjúkrasjóður STF er vel rekinn og er gríðarsterkur. STF hefur ekki þurft að grípa til skerðinga á greiðslum eins og aðrir sjóðir. Sjúkrasjóðurinn á íbúð í Kópavogi sem er ætluð félagsmönnum sem þurfa að sækja sjúkrameðferð til Reykjavíkur. Hægt er að sækja ýmsa styrki vegna heilsubrests í sjúkrasjóð. Þ.a.m heyrnartæki, augnaðgerðir, krabbameinsskoðun og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.