18. desember 2024
Aukin orlofsgæði
Frá og með 1.janúar 2025 verður í boði fyrir félaga að kaupa gjafabréf í flug með Icelandair sem og kaupa Ferðaávísun sem nýtist í gistingu um land allt og fl, til viðbótar við bústaði, útilegu- og veiðikort.
Gjafabréf Icelandair
Almennar upplýsingar:
- Hámarksfjöldi á ári: 2 stykki.
- Upphæð gjafabréfs 30.000 kr, verð til félaga: 22.000 kr.
- Punktafrádráttur fyrir hvert keypt bréf: 2 punktar.
- Gildir í 5 ár.
- Hver sem er getur nýtt gjafabréfið.
- Hægt er að nýta gjafabréfið upp í margar bókanir.
- Gilda upp í flug innan- og utanlands.
- Gjafabréfin eru rafræn og eru send félaga í tölvupósti með kóða.
- Gjafabréfin fást ekki endurgreidd.
Ferðaávísun
Ferðaávísunina er hægt að nota hjá:
- Um það bil 40 hótelum og gististöðum um land allt.
- 5 ferðaþjónustufyrirtækjum: Fjallafjöri, Ferðafélagi Íslands, Ferðafélagið Útivist, Af Stað ehf. og Guide to Europe.
Almennar upplýsingar:
- Niðurgreitt er 30% af keyptri upphæð.
- Hámarksniðurgreiðsla er 25.000 kr. fyrir árið 2025.
- Ef félagi hefur fullnýtt niðurgreiðsluna er þó alltaf hægt að kaupa meira án frekari niðurgreiðslu en fær samt áfram bestu kjörin á hótelinu.
- Þau hótel sem eru inn í Ferðaávísuninni skuldbinda sig til þess að bjóða upp á bestu kjörin miðað við það sem almennt er í boði.
- Er rafræn.
- Alltaf hægt að fá hana endurgreidda ef hún verður ekki notuð inn á Félagavefnum, fara undir; Valmynd, Ferðaávísun, Fá Ferðaávísun endurgreidda.
Hvernig bóka ég gistingu ?
- Hægt er að skoða framboð á gististöðum inn á www.stf.orlof.is
- Haft er beint samband við hótelið/gististaðinn sem viðkomandi hefur hug á því að gista á í gegnum síma eða í tölvupósti.
- ATH hvort það sé laust á eftirfarandi dagsetningum og láta vita að greitt verði með Ferðaávísun stéttarfélaga.
- Allar bókanir á hótelum/gististöðum vegna Ferðaávísana þurfa að fara fram í gegnum síma eða tölvupóst.
- Gengið er frá greiðslu við komu á hótelið/gististaðinn, þá nægir að gefa upp kennitölu og viðkomandi starfskraftur fer inn í kerfið og dregur upphæðina frá keyptri Ferðaávísun.
- Allar nánari upplýsingar um Ferðaávísunina má finna inn á Félagavefnum.
Hótel og gististaðir sem eru í samstarfi við Ferðaávísunina:
- Íslandshótel/Fosshótel/Grand hótel (mörg hótel um land allt)
- Berjaya Iceland Hotels og Hótel Edda (Natura Reykjavík, Berjaya Akureyri, Hótel Hérað, Berjaya Mývatn, Berjaya Höfn,Hótel Edda)
- Kea hótel Akureyri
- Center hótels
- Artic hótels
- Hótel Siglunes
- Vogur Sveitasetur
- Landhótel
- Hótel Ísland
- Hótel Laugarbakki
- Hótel Katla
- Sigló hótel
- Reykjavík Lights
- Storm hótel
- Hótel Grímsborgir
- Hótel Ísafjörður
- Konvin hótel
- Hótel Heydalur
- Hótel Höfn
- Hótel Keflavík
- Hótel Vestmanneyjar
- Langaholt
- Hótel Breiðdalsvík
- Alba gistiheimili
- Hótel Norðurland
- Hótel Varmahlíð
Það eru alltaf að bætast við samstarfsaðilar inn í Ferðaávísunina, hægt er að skoða alla samstarfsaðila inn á Félagavefnum undir Ferðaávísun.