Á 41. Þingi Sambands stjórnendafélaga, í síðustu viku, sæmdi Bjarni Þór Gústafsson, forseti STF, þessa félaga Gullmerki STF og Heiðursélaga nafnbótinni, fyrir vel unnin störf fyrir stjórnendafélögin í landinu. Þetta eru þeir Jóhann Baldursson fyrrverandi Forseti og framkvæmdastjóri STF, Sveinn Guðjónsson formaður Stjórnendafélags Vestfjarða, Kristján Sveinsson fyrrverandi formaður Jaðars félags stjórnenda á Akranesi og Einar Már Jóhannesson fyrrverandi formaður Stjórnendafélags Suðurnesja.