Þann 20. maí heimsóttu STF og Brú skrifstofu Píeta og afhentu þeim styrk frá sjúkrasjóði STF.
21. maí 2025
Þann 20. maí heimsóttu STF og Brú skrifstofu Píeta og afhentu þeim styrk frá sjúkrasjóði STF.
Hefð hefur skapast á sambandsþingi STF, sem haldið er annað hvert ár, að sjúkrasjóður styrkir málefni í nærumhverfi þess félags sem heldur þingið. Brú félag stjórnenda voru þinghaldarar í ár og voru Píeta samtökin fyrir valinu. Þann 20. maí heimsóttu STF og Brú skrifstofu Píeta og afhentu þeim styrk frá sjúkrasjóði STF.
Píeta veitir meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og stuðning við aðstandendur þeirra og aðstandendur sem hafa misst. Hægt er að styrkja Píeta með stöku framlagi eða veita mánaðarlegan styrk hér: Styrkja samtökin | Pieta samtökin